Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 09:30 Ibrahima Konaté mætti svona klæddur á æfingasvæði franska landsliðsins. Twitter/@Football_Tweet Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira