Martröð Pogba lokið en hvað tekur við? Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:01 Paul Pogba var mættur á leik í bandarísku MLS-deildinni í lok september, á milli Charlotte og Inter Miami. Talið er mögulegt að næsta lið Pogba verði bandarískt. Getty/Megan Briggs „Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári? Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba. Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Pogba var fyrir sjö mánuðum dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun ólöglega efnisins DHEA. Málinu var áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem stytti það í átján mánuði. Og þar sem að bannið hófst í september 2023 þá gæti Pogba nú byrjað að spila í mars á næsta ári, og hann má byrja að æfa af fullum krafti strax í janúar. The Athletic segir að svo virðist sem að CAS hafi tekið gilda þá afsökun Pogba að hann hafi ekki vitað að hið bannaða efni, DHEA, væri í fæðubótarefni sem hann neytti. Tók inn efnin án vitundar Juventus Pogba segist hafa tekið fæðubótarefnið í samráði við lækni í Bandaríkjunum, en þangað leitaði hann í von um að komast sem fyrst á réttan kjöl eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli, og meðal annars misst af HM í Katar í lok árs 2022. Hann mun hafa viðurkennt fyrir forráðamönnum Juventus hvað hann gerði, eftir að hann féll á lyfjaprófinu, og að það hefði verið rangt af sér að láta félagið ekki vita af þessu. 🚨 Paul Pogba and Juventus, expected to agree on contract termination as he will become a free agent.Talks to follow from tomorrow after CAS verdict, as Paul will be available from March.Paul Pogba also feels a fresh start would be best solution for him and his career. pic.twitter.com/niTvAzRbzt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 6, 2024 Samkvæmt The Athletic og fleiri virtum miðlum hefur Juventus hins vegar lítinn áhuga á að tefla hinum 31 árs gamla Pogba fram að nýju. Tyrkinn Kenan Yildiz, sem spilar á Laugardalsvelli næsta mánudagskvöld, er kominn í treyju númer tíu hjá liðinu og áður en Pogba fór í bann hafði hann bara náð að byrja einn deildarleik fyrir Juventus, eftir endurkomuna frá Manchester United árið 2022. Bandaríkin og Sádi-Arabía nefnd Pogba er samningsbundinn Juventus fram í júní 2026, og var vel tekið af áhorfendum á Allianz Arena í gær þar sem hann var í stúkunni þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Cagliari. ESPN segir hins vegar að viðræður séu hafnar á milli Pogba og ítalska félagsins um riftun samnings og allt bendir til þess að hann snúi aftur á fótboltavöllinn í treyju annars félags en Juventus. Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa helst verið nefnd sem áfangastaðir fyrir Pogba en heimildamaður The Athletic, tengdur Pogba, segir allt of snemmt að segja til um það hvert hann fari. Þakklátur fyrir að hlustað væri á skýringar „Loksins er martöðinni lokið. Núna get ég hlakkað til þess dags þegar ég get látið drauma mína rætast á nýjan leik,“ sagði Pogba í yfirlýsingu eftir dóm CAS. „Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég vissi ekki að ég væri að brjóta reglur WADA með því að taka inn fæðubótarefni, sem læknir skrifaði upp á, og sem hafa ekki áhrif á frammistöðu karlkyns íþróttamanna. Ég spila af heilindum og þó ég verði að sætta mig við að þetta sé brot á reglum þá vil ég þakka dómurum CAS fyrir að hafa hlustað á skýringar mínar. Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími í mínu lífi því allt sem ég hef unnið að hefur verið í pásu,“ sagði Pogba.
Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira