„Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 07:33 Mario Lemina og Jörgen Strand Larsen fara yfir málin eftir tapið gegn Brentford um helgina. Getty/Naomi Baker Fátt annað en fall virðist blasa við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið situr á botninum en fyrirliðinn Mario Lemina segir fráleitt að kenna stjóranum Gary O‘Neil um það. Wolves tapaði 5-3 gegn Brentford á útivelli á laugardaginn og hefur því tapað sex af sjö leikjum sínum í deildinni hingað til, auk þess að gera jafntefli við Nottingham Forest. Þá féll liðið út gegn Brighton í enska deildabikarnum. „Eins og við erum að spila núna, miðað við hvernig við erum að verjast, þá endar það með því að við föllum og við verðum að horfast í augu við það núna,“ sagði Lemina. O‘Neil þarf núna að nýta tímann sem fæst í hléi vegna landsleikja, til að fá fram breytingar hjá sínu liði. Hann er hins vegar ekki vandamálið, að sögn fyrirliðans: „Nei, Gary er ekki vandamálið. Hann er að gera mjög vel. Það eru bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið, því hann hefur gefið okkur mikið. Margt sem við höfðum ekki áður. Hann hefur gefið fjölda leikmanna tækifæri og núna verðum við að endurgreiða honum, því við erum ekki að gera það í augnablikinu,“ sagði Lemina, ánægður með sinn knattspyrnustjóra. „Ég held að stuðningsmennirnir dýrki hann líka. En það er skiljanlegt að svona viðhorf heyrist vegna úrslitanna,“ sagði Lemina. Úlfarnir eiga ekki auðvelt verk fyrir höndum eftir landsleikjahléið því þeir mæta meisturum Manchester City og svo Brighton á útivelli. „Við höfum engar afsakanir. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og leggja okkur alla fram,“ sagði Lemina. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Wolves tapaði 5-3 gegn Brentford á útivelli á laugardaginn og hefur því tapað sex af sjö leikjum sínum í deildinni hingað til, auk þess að gera jafntefli við Nottingham Forest. Þá féll liðið út gegn Brighton í enska deildabikarnum. „Eins og við erum að spila núna, miðað við hvernig við erum að verjast, þá endar það með því að við föllum og við verðum að horfast í augu við það núna,“ sagði Lemina. O‘Neil þarf núna að nýta tímann sem fæst í hléi vegna landsleikja, til að fá fram breytingar hjá sínu liði. Hann er hins vegar ekki vandamálið, að sögn fyrirliðans: „Nei, Gary er ekki vandamálið. Hann er að gera mjög vel. Það eru bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið, því hann hefur gefið okkur mikið. Margt sem við höfðum ekki áður. Hann hefur gefið fjölda leikmanna tækifæri og núna verðum við að endurgreiða honum, því við erum ekki að gera það í augnablikinu,“ sagði Lemina, ánægður með sinn knattspyrnustjóra. „Ég held að stuðningsmennirnir dýrki hann líka. En það er skiljanlegt að svona viðhorf heyrist vegna úrslitanna,“ sagði Lemina. Úlfarnir eiga ekki auðvelt verk fyrir höndum eftir landsleikjahléið því þeir mæta meisturum Manchester City og svo Brighton á útivelli. „Við höfum engar afsakanir. Við verðum bara að setja hausinn undir okkur og leggja okkur alla fram,“ sagði Lemina.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira