Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 14:50 Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á landsfundinum í gær. Vinstri græn Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira