Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 14:50 Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á landsfundinum í gær. Vinstri græn Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í drögum að ályktuninni sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að æskilegt sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og boða til kosninga með vorinu. Mbl greindi fyrst frá samþyktinni. Í frétt miðilsins segir að ályktuninni hafi verið breytt í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einróma samþykki um breytinguna. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Þá telji fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu. Landsfundur VG fór fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina. Fyrir fundinum lá tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í samtali við fréttastofu í gær að erfitt væri að segja til um hve margir væru fylgjandi tillögu um stjórnarslit. Á landsfundinum var Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður. Nýir meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna eru Aldey Unnar Traustadóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir, Fjölnir Sæmundsson, Jósúa Gabríel Davíðsson, Maarit Kaipainen og Pétur Heimisson. Þá eru Jódís Skúladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Berglind Häsler varamenn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira