Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 12:20 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira