„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. október 2024 12:42 Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári. aðsend. Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en í ár er sérstök áhersla á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir hönnunar og nýsköpunar. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar og forvígismaður hátíðarinnar, segir að hátíðin sé í raun ráðstefna, málþing og tónlistarhátíð allt í senn. Þingið eigi erindi við alla „Við erum að fá rosalega flott fólk til að tala um allt frá hönnun og tónlist í tölvuleikjagerð, myndmál í þungarokki, nýja hljóðsköpunartækni nýsköpunarfyrirtækja og alls konar fleira. Bang & Olufsen að tala um nútíð, fortíð og framtíð í efnum og hátalartækni,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Stefán segir þingið eiga erindi við alla og sé ekki aðeins fyrir hönnuði eða tónlistarfólk. Hann hvetur sem flesta til að mæta og minnir á að frítt sé inn á alla viðburði hátíðarinnar. „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur, það er rúmið sem við stöndum upp úr morgnanna, úrið sem er á höndinni og byggingin sem við erum í. Þetta eru allt saman hönnuðir sem hanna allt í kringum okkur og þar með talið í tónlist.“ Silent disco á bát Hann segir dagskrána í ár vera þá veglegustu og vonast til þess að festa hátíðina í sessi sem stærsta viðburð hönnunar hér á landi. „Það er hægt að mæta á einn viðburð eða alla viðburðina. Síðan eru líka svona upplifanir. Það verða tónleikar í höfninni og það verður Silent disco á bát í kvöld.“ Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Eitt af lykilmarkmiðum hátíðarinnar sé að koma fólki úr ólíkum áttum saman. „Það er í rauninni að auka menningarlíf og skapandi störf í byggðum landsins. Á sama tíma og við hvetjum til samstarfs nýsköpunarþenkjandi fólks á sviði hönnunar.“ Dagskrá á Hönnunarþingi á Húsavík.aðsend Norðurþing Tíska og hönnun Nýsköpun Tónlist Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en í ár er sérstök áhersla á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir hönnunar og nýsköpunar. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar og forvígismaður hátíðarinnar, segir að hátíðin sé í raun ráðstefna, málþing og tónlistarhátíð allt í senn. Þingið eigi erindi við alla „Við erum að fá rosalega flott fólk til að tala um allt frá hönnun og tónlist í tölvuleikjagerð, myndmál í þungarokki, nýja hljóðsköpunartækni nýsköpunarfyrirtækja og alls konar fleira. Bang & Olufsen að tala um nútíð, fortíð og framtíð í efnum og hátalartækni,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Stefán segir þingið eiga erindi við alla og sé ekki aðeins fyrir hönnuði eða tónlistarfólk. Hann hvetur sem flesta til að mæta og minnir á að frítt sé inn á alla viðburði hátíðarinnar. „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur, það er rúmið sem við stöndum upp úr morgnanna, úrið sem er á höndinni og byggingin sem við erum í. Þetta eru allt saman hönnuðir sem hanna allt í kringum okkur og þar með talið í tónlist.“ Silent disco á bát Hann segir dagskrána í ár vera þá veglegustu og vonast til þess að festa hátíðina í sessi sem stærsta viðburð hönnunar hér á landi. „Það er hægt að mæta á einn viðburð eða alla viðburðina. Síðan eru líka svona upplifanir. Það verða tónleikar í höfninni og það verður Silent disco á bát í kvöld.“ Frá Hönnunarþingi á Húsavík á síðasta ári.aðsend Eitt af lykilmarkmiðum hátíðarinnar sé að koma fólki úr ólíkum áttum saman. „Það er í rauninni að auka menningarlíf og skapandi störf í byggðum landsins. Á sama tíma og við hvetjum til samstarfs nýsköpunarþenkjandi fólks á sviði hönnunar.“ Dagskrá á Hönnunarþingi á Húsavík.aðsend
Norðurþing Tíska og hönnun Nýsköpun Tónlist Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira