Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 08:04 Karl segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni geta gagnast ýmsum aðilum sem til að mynda standa í framkvæmdum. „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum. Vísindi Tækni Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum.
Vísindi Tækni Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira