Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:50 Tæknimenn NASA koma fyrir grammófónsplötu með hljóðum frá jörðinni utan á Voyager 2 nokkrum dögum áður en geimfarinu var skotið á loft í ágúst 1977. AP/NASA Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira