Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:28 Kylian Mbappé og félagar í Real Madrid lutu í lægra haldi en Dusan Vlahovic og félagar í Juventus unnu sterkan endurkomusigur. getty / fotojet Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira