Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:28 Kylian Mbappé og félagar í Real Madrid lutu í lægra haldi en Dusan Vlahovic og félagar í Juventus unnu sterkan endurkomusigur. getty / fotojet Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira