Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira