Ræðismaður segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 19:31 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði ræðismennina og fór yfir stöðu íslenskra efnahagsmála. Stöð 2/Einar Ræðismaður Íslands í Úkraínu segir að Úkraínumenn muni berjast gegn innrás Rússa þar til landið hljóti fullt frelsi á ný. Stuðningur Íslands við landið væri mjög mikilvægur. Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent