„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 21:31 Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd síðan í vor en í júní samþykkti Alþingi að veita auknu fjármagni til hlutdeildarlána. Enn er þó beðið eftir peningunum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur enn ekki getað hafið afgreiðslu að nýju. Á meðan býður fólk, jafnvel sem er komið með samþykktan kaupsamning, eftir að komast í húsnæði. Meðal þeirra sem bíða er ung fjölskylda frá Danmörku sem hefur sest að á Íslandi og þótti tímabært að fjárfesta í íbúð. „Við vorum búin að finna íbúð í Hafnarfirði og vorum búin að skrifa undir samning. En svo í apríl var umsóknunum lokað og við vorum búin að vera í sambandi við HMS nokkrum sinnum og spyrja um hvenær það færi að opna,“ segir fjölskyldufaðirinn Muhammed Emin Kizilkaya sem leggur stund á doktorsnám í félagsfræði í Háskólanum. Heppin að hafa húsnæði Þar sem allt var frágengið nema hlutdeildarlánið upplýstu þau leigusala um áform sín um að þau væru að kaupa íbúð. Kaupsamningur var undirritaður og vilyrði um fjármögnun frá bankanum var í höfn, með fyrirvara um hlutdeildarlánið. Þau höfðu fengið þau skilaboð frá HMS að nú færi þetta örugglega alveg að koma, þar sem stjórnvöld væru að vinna í því að tryggja aukið fjármagn. Fjölskyldan hélt leiguíbúðinni í einhvern tíma en þurftu loks að flytja út þar sem íbúðin var seld. Þau urðu sér út um leiguíbúð til skamms tíma og telja sig heppin að vera í þeirri stöðu en þau auk nokkur hundruð annarra höfðu sýnt því áhuga að leigja íbúðina að sögn Muhammeds. „Við erum búin að fá þessa skammtímaíbúð en við vorum með það tækifæri. En hvað gera Íslendingar sem eru á mjög erfiðum tímum. Þetta er mjög alvarlegt. Sérstaklega þegar ráðherra er búinn að lofa að innan fárra daga þá muni umsóknir um hlutdeildarlán opnast.“Þarna vísar hann til orða fjármálaráðherra frá því í byrjun september, en enn bólar ekkert á því að opnað verði fyrir umsóknir að nýju. „Við vitum ekki neitt. Við höldum bara áfram að bíða, vonandi í næsta mánuði og vonandi í næsta mánuði, en það er komið næstum hálft ár og við erum tilbúin að flytja inn,“ segir Muhammed. Skili sér í hærra fasteignaverði Fjölskyldan er ekki sú eina sem bíður. Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg, skrifaði grein í Innherja á Vísi í gær þar sem hann lýsir áhyggjum af stöðunni. „Fyrst og fremst eru áhrifin verst fyrir fólkið sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sem var búið að fá svona ákveðið loforð um að því yrði hjálpað með þessum hlutdeildarlánum, 20% af söluvirði eignarinnar. Svo hefur þetta náttúrlega líka áhrif á verktakann sem er að byggja þessar íbúðir og er búinn að vera að veita framlengingu og fyrirvara til þeirra sem eru búnir að bíða síðan í maí. Verktakinn er að fjármagna sín verk með lántöku sem er með háum vöxtum,“ segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg. Margir verktakar séu að greiða tugi milljóna á mánuði og þetta skili sér út í verðlagið að endingu. „Á meðan ástandið er svona, til dæmis hjá okkur þar sem það eru yfir þrjátíu íbúðir sem bíða samþykkis eða að veitt verði hlutdeildarlán, þá náttúrlega vindur þetta bara upp á sig og hækkar söluverð á fasteignum í framtíðinni,“ segir Jón. Áhrifin komi verst niður á þeim sem bíða. „Þetta endurspeglast í örvæntingu hjá fyrstu kaupendunum. Sem er frekar sorglegt af því þetta er alltaf eitt af stærri kosningamálunum hverju sinni. Við erum að fá símtöl frá þessum kaupendum um hvort að við vitum eitthvað um hvenær þessi lán koma. Við höfum samband við HMS og þeir eru alveg jafn grunlausir og við um það hvenær þessi lán koma,“ segir Jón Rafn. Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd síðan í vor en í júní samþykkti Alþingi að veita auknu fjármagni til hlutdeildarlána. Enn er þó beðið eftir peningunum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur enn ekki getað hafið afgreiðslu að nýju. Á meðan býður fólk, jafnvel sem er komið með samþykktan kaupsamning, eftir að komast í húsnæði. Meðal þeirra sem bíða er ung fjölskylda frá Danmörku sem hefur sest að á Íslandi og þótti tímabært að fjárfesta í íbúð. „Við vorum búin að finna íbúð í Hafnarfirði og vorum búin að skrifa undir samning. En svo í apríl var umsóknunum lokað og við vorum búin að vera í sambandi við HMS nokkrum sinnum og spyrja um hvenær það færi að opna,“ segir fjölskyldufaðirinn Muhammed Emin Kizilkaya sem leggur stund á doktorsnám í félagsfræði í Háskólanum. Heppin að hafa húsnæði Þar sem allt var frágengið nema hlutdeildarlánið upplýstu þau leigusala um áform sín um að þau væru að kaupa íbúð. Kaupsamningur var undirritaður og vilyrði um fjármögnun frá bankanum var í höfn, með fyrirvara um hlutdeildarlánið. Þau höfðu fengið þau skilaboð frá HMS að nú færi þetta örugglega alveg að koma, þar sem stjórnvöld væru að vinna í því að tryggja aukið fjármagn. Fjölskyldan hélt leiguíbúðinni í einhvern tíma en þurftu loks að flytja út þar sem íbúðin var seld. Þau urðu sér út um leiguíbúð til skamms tíma og telja sig heppin að vera í þeirri stöðu en þau auk nokkur hundruð annarra höfðu sýnt því áhuga að leigja íbúðina að sögn Muhammeds. „Við erum búin að fá þessa skammtímaíbúð en við vorum með það tækifæri. En hvað gera Íslendingar sem eru á mjög erfiðum tímum. Þetta er mjög alvarlegt. Sérstaklega þegar ráðherra er búinn að lofa að innan fárra daga þá muni umsóknir um hlutdeildarlán opnast.“Þarna vísar hann til orða fjármálaráðherra frá því í byrjun september, en enn bólar ekkert á því að opnað verði fyrir umsóknir að nýju. „Við vitum ekki neitt. Við höldum bara áfram að bíða, vonandi í næsta mánuði og vonandi í næsta mánuði, en það er komið næstum hálft ár og við erum tilbúin að flytja inn,“ segir Muhammed. Skili sér í hærra fasteignaverði Fjölskyldan er ekki sú eina sem bíður. Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg, skrifaði grein í Innherja á Vísi í gær þar sem hann lýsir áhyggjum af stöðunni. „Fyrst og fremst eru áhrifin verst fyrir fólkið sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sem var búið að fá svona ákveðið loforð um að því yrði hjálpað með þessum hlutdeildarlánum, 20% af söluvirði eignarinnar. Svo hefur þetta náttúrlega líka áhrif á verktakann sem er að byggja þessar íbúðir og er búinn að vera að veita framlengingu og fyrirvara til þeirra sem eru búnir að bíða síðan í maí. Verktakinn er að fjármagna sín verk með lántöku sem er með háum vöxtum,“ segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg. Margir verktakar séu að greiða tugi milljóna á mánuði og þetta skili sér út í verðlagið að endingu. „Á meðan ástandið er svona, til dæmis hjá okkur þar sem það eru yfir þrjátíu íbúðir sem bíða samþykkis eða að veitt verði hlutdeildarlán, þá náttúrlega vindur þetta bara upp á sig og hækkar söluverð á fasteignum í framtíðinni,“ segir Jón. Áhrifin komi verst niður á þeim sem bíða. „Þetta endurspeglast í örvæntingu hjá fyrstu kaupendunum. Sem er frekar sorglegt af því þetta er alltaf eitt af stærri kosningamálunum hverju sinni. Við erum að fá símtöl frá þessum kaupendum um hvort að við vitum eitthvað um hvenær þessi lán koma. Við höfum samband við HMS og þeir eru alveg jafn grunlausir og við um það hvenær þessi lán koma,“ segir Jón Rafn.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira