Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 15:46 Ólaf Skaftadóttir hafði sérkennilega sögu að segja af viðskiptum borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Sem vísar til klofnings í borgarstjórnarflokknum. Marta segir þetta uppspuna sem fái engan veginn staðist. vísir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira