Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 15:46 Ólaf Skaftadóttir hafði sérkennilega sögu að segja af viðskiptum borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Sem vísar til klofnings í borgarstjórnarflokknum. Marta segir þetta uppspuna sem fái engan veginn staðist. vísir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira