Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 11:24 Veitingastaðurinn Fish house var starfræktur í Grindavík en er í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu. Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira