Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:29 Gunnar Oddur Hafliðason virðist kalla meira eftir spjöldum á varamannabekki liðanna í Bestu deild karla, en aðrir dómarar, samkvæmt Stúkunni. vísir/Diego Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari Besta deild karla Stúkan Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira