Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 18:10 Sigurbjörg Erla segir óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg. Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. „Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á. Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á.
Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14
Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30