Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2024 19:50 Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir/Einar Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. „Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“ Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46