Nákvæmasta kortið af Vetrarbrautinni til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 12:00 Sýnishorn af stjörnuþokum úr kortinu af Vetrarbrautinni. Kortið er það nákvæmasta af henni í innrauðu ljósi til þessa. Frá vinstri til hægri og að ofan og niður: NGC 3576, Humarsþokan (NGC 6357), Svansþokan (Messier 17), NGC 6188, Messier 22, og NGC 3603. ESO/VVVX survey Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum. Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO. Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO.
Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira