Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:45 Arnar Gunnlaugsson er orðaður við starf Hearts en Víkingar hafa ekki heyrt frá skoska félaginu. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira