Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 07:12 Reyk leggur frá þorpinu Kfar Rouman í Líbanon eftir loftárás Ísraelshers. AP/Hussein Malla Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira