Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:31 Pep Guardiola er hrifinn af því sem Mikel Arteta, hans gamli aðstoðarmaður, er að gera hjá Arsenal. Getty/Julian Finney Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira