Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 23:01 Mikið hefur gengið á hjá Fylki og mætt á Rúnari Páli í sumar. Vísir/Pawel Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. „Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira