Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 21:42 Arnar Gunnlaugsson má vera stoltur af gengi liðsins síns undanfarin misseri. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira
Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30