Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2024 19:22 Kristbjörg Anna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, Mohsen Tamimi og Albert Björn Lúðvíksson segja yfirvöld hafa beitt of hörkulegum aðgerðum við brottvísun langveiks drengs úr landi. Föður hans er brugðið. Vísir/Bjarni Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira