Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2024 19:22 Kristbjörg Anna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, Mohsen Tamimi og Albert Björn Lúðvíksson segja yfirvöld hafa beitt of hörkulegum aðgerðum við brottvísun langveiks drengs úr landi. Föður hans er brugðið. Vísir/Bjarni Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira