„Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:24 Arne Slot og Kostas Tsimikas niðurlútir á hliðarlínunni þegar Liverpool fékk markið á sig. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot laut í lægra haldi í fyrsta sinn sem þjálfari Liverpool í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifar tapið á skort á einstaklingsgæðum og slakar sendingar. Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti