Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 14:04 Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ekki á sömu skoðun um almenna heimild um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Vísir Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða skattfrjálst inn á húsnæðislán verði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Áfram er þó gert ráð fyrir að fyrstu kaupendur geti nýtt heimildina. Þetta hefur sætt nokkurri gangrýni og meðal annars af hálfu umboðsmanns skuldara, fulltrúa verkalýðshreyfingar og þingmanna stjórnarandstöðu. Þá telur Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mál. Þetta var málefni okkar Sjálfstæðismanna í kosningunum 2013 og mikil áhersla á að þetta haldi áfram,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn, en til stendur að hann taki við formennsku í fjárlaganefnd eftir helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, lýsti hins vegar efasemdum um hvort rétt væri að endurnýja heimildina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er augljóslega ekki skynsamlegt að ef að fólk sem á mjög miklar eignir og er sterkefnað, ef það er búið að nota þetta í tíu ár til þess að lækka skuldabyrði sína og er kannski komið niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða neðar, þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útilokaði þó ekki að til greina kæmi að skoða annars konar útfærslu sem miði að því að úrræðið stæði tekjulægri hópum til boða. „Það er hægt að skoða ýmislegt,“ sagði Sigurður Ingi. Meirihlutinn rífist um grundvallaratriði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd, telur stjórnarmeirihlutann með þessu senda frá sér misvísandi skilaboð. „Þetta lofar ekki góðu fyrir veturinn að þau séu farin að rífast um grundvallaratriði í fjárlagafrumvarpinu sama dag og það er verið að mæla fyrir því. Ég held að almenningur eigi betra skilið en að stjórnarflokkarnir séu það sundraðir að þeir sýni bara strax á fyrsta degi að þeir eru í rauninni ekki stjórntækir,“ segir Andrés. „Maður skilur svo sem að fólk vilji ekki halda þessari leið opinni til eilífðar, en einmitt þegar ástandið er erfiðast á húsnæðismarkaði. Framboðsskorturinn er farinn að bíta verulega og vaxtastigið er búið að vera hátt lengi. Þannig að það að geta notað séreignasparnaðinn til að létta aðeins undir lánastöðunni, það er eitthvað sem skiptir mjög margar fjölskyldur miklu máli í dag.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Hann gerir ráð fyrir að þetta atriði fjárlagafrumvarpsins verði tekið til umfjöllunar í meðförum nefndarinnar. „Ég myndi reikna með því. En stjórnarflokkarnir eru búnir að gera sér verkefnið dálítið erfiðara með því að setja opinber fjármal í spennitreyju með því að lækka skatta á eignameirihluta samfélagsins og á síðustu árum þá hefur líka mikið skattfé runnið til eignamyndunar hjá tekju- og eignahæsta hluta samfélagsins. Þannig núna er lítið borð fyrir báru þegar kemur að því að leiðrétta svona stórar upphæðir. En það er náttúrlega bara afleiðing af sundur lyndi stjórnarflokkanna sem birtist einna helst í því að þeir eru gjörsamlega ósammála um það hvernig eigi afla fjár til að reka samneysluna,“ segir Andrés. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða skattfrjálst inn á húsnæðislán verði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Áfram er þó gert ráð fyrir að fyrstu kaupendur geti nýtt heimildina. Þetta hefur sætt nokkurri gangrýni og meðal annars af hálfu umboðsmanns skuldara, fulltrúa verkalýðshreyfingar og þingmanna stjórnarandstöðu. Þá telur Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mál. Þetta var málefni okkar Sjálfstæðismanna í kosningunum 2013 og mikil áhersla á að þetta haldi áfram,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn, en til stendur að hann taki við formennsku í fjárlaganefnd eftir helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, lýsti hins vegar efasemdum um hvort rétt væri að endurnýja heimildina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er augljóslega ekki skynsamlegt að ef að fólk sem á mjög miklar eignir og er sterkefnað, ef það er búið að nota þetta í tíu ár til þess að lækka skuldabyrði sína og er kannski komið niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða neðar, þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útilokaði þó ekki að til greina kæmi að skoða annars konar útfærslu sem miði að því að úrræðið stæði tekjulægri hópum til boða. „Það er hægt að skoða ýmislegt,“ sagði Sigurður Ingi. Meirihlutinn rífist um grundvallaratriði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd, telur stjórnarmeirihlutann með þessu senda frá sér misvísandi skilaboð. „Þetta lofar ekki góðu fyrir veturinn að þau séu farin að rífast um grundvallaratriði í fjárlagafrumvarpinu sama dag og það er verið að mæla fyrir því. Ég held að almenningur eigi betra skilið en að stjórnarflokkarnir séu það sundraðir að þeir sýni bara strax á fyrsta degi að þeir eru í rauninni ekki stjórntækir,“ segir Andrés. „Maður skilur svo sem að fólk vilji ekki halda þessari leið opinni til eilífðar, en einmitt þegar ástandið er erfiðast á húsnæðismarkaði. Framboðsskorturinn er farinn að bíta verulega og vaxtastigið er búið að vera hátt lengi. Þannig að það að geta notað séreignasparnaðinn til að létta aðeins undir lánastöðunni, það er eitthvað sem skiptir mjög margar fjölskyldur miklu máli í dag.“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Hann gerir ráð fyrir að þetta atriði fjárlagafrumvarpsins verði tekið til umfjöllunar í meðförum nefndarinnar. „Ég myndi reikna með því. En stjórnarflokkarnir eru búnir að gera sér verkefnið dálítið erfiðara með því að setja opinber fjármal í spennitreyju með því að lækka skatta á eignameirihluta samfélagsins og á síðustu árum þá hefur líka mikið skattfé runnið til eignamyndunar hjá tekju- og eignahæsta hluta samfélagsins. Þannig núna er lítið borð fyrir báru þegar kemur að því að leiðrétta svona stórar upphæðir. En það er náttúrlega bara afleiðing af sundur lyndi stjórnarflokkanna sem birtist einna helst í því að þeir eru gjörsamlega ósammála um það hvernig eigi afla fjár til að reka samneysluna,“ segir Andrés.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira