Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 17:46 Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til þess að greiða niður húsnæðislán verði framlengd í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi lagði fram í vikunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14