Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 20:52 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32