Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 14:31 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen mynda gott teymi hjá Víkingum Vísir/Samsett mynd „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31