Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 15:36 Metan losnar meðal annars þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í ruslahaugum eins og þessum í Jakarta á Indónesíu. AP/Tatan Syuflana Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent