Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira