Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 09:36 Helgi Magnús segist ekki enn hafa heyrt í ríkissaksóknara en að hann bíði eftir símtali frá henni. Vísir/Einar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. Hann er spenntur að snúa aftur til starfa en hefur ekki heyrt í ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, frá því að tilkynnt var um ákvörðun ráðherra. Þá segist hann ætla að fá áminningu sem ríkissaksóknari veitti honum 2022 ómerkta. Þetta, og annað, er það sem kom fram í viðtali við Helga Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ákvörðun dómsmálaráðherra var birt í gær en þar kom fram að dómsmálaráðherra teldi sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Það er í umræðu um mann sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Ummælin væru samt sem áður til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins en að hann yrði ekki leystur frá störfum vegna þeirra. „Það fóru þrjár vikur af sumarfríinu í þessa „vitleysu“,“ segir Helgi Magnús og afsakar orðbragðið. Helgi Magnús segir þetta hafa verið erfitt og fyrir fjölskylduna líka. Krakkarnir hafi skemmt sér yfir því að lesa athugasemdir um hann og að hann, og fjölskyldan hans, hafi fundið fyrir miklum stuðningin. Það hafi rúmlega sex þúsund skrifað undir undirskriftalista og svo hafi hundruð einstaklinga sem hann þekkir ekki sent honum skilaboð á Facebook Messenger og hvatt hann áfram. Jafnvel fólk sem hann hefur ákært og sakfellt. „Það er alveg sama hvar er borið niður. Það er einn og einn sem er á öðru máli en ég veit ekki, yfir 90 prósent þeirra sem tjáir sig stendur með mér,“ segir Helgi Magnús. Hann segir þetta hafa verið lærdómsríkt og hvetur aðra stjórnendur til að læra af þessu og hvaða áhrif svona getur haft á undirmenn sína. Fólk vilji embættismann eins og hann „Í þessu tilviki, mig. En svo líka þetta, ég hef lært nýja hluti um fólkið mitt og þjóðina okkar. Það er mikið til af góðu fólki,“ segir Helgi og að hann hafi aldrei upplifað neitt slíkt áður. Hann segir að annað sem hefur glatt sig í þessu er að fólk hefur sagt honum að það vilji „svona embættismann“. Mann sem standi í lappirnar og sé ekki á flótta undir þrýstingi eða hræðslu. Í ákvörðun dómsmálaráðherra kom fram að ummæli hans hafi verið óviðeigandi og til þess að falla rýrð á embætti saksóknara. Helgi Magnús segist ekki hafa verið ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra. „Það er tjáningarfrelsi og hún má hafa þá skoðun sem hún vill. Ef hún taldi þetta vera svona alvarlegt eins og hún er að lýsa hefði hún átt að leysa mig frá störfum. Við skulum hafa það á hreinu,“ segir Helgi og að honum hafi ekki þótt dómsmálaráðherra standa með tjáningarfrelsinu. Helgi Magnús segir að eftir að hann fékk áminningu fyrir tveimur árum hafi hann „hagað sér helvíti vel“ og hafi tekið tillit til þess. „Ég áttaði mig á því að hef kannski verið of hastur í máli. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að ég er ekki fullkominn,“ segir Helgi Magnús. Þá segir hann að hann hefði mögulega ekki átt að vera svona harðorður í viðtali við blaðamann á vef Vísis í júlí á þessu ári þegar dómar féll yfir Kourani fyrir hótanir í garð hans og fjölskyldu hans í þrjú ár. Þar sagði Helgi Magnús: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það.“ Ekki meðvituð um fleiri hótanir Helgi Magnús segir að hótanir Kourani hafi hafist í janúar 2021 og svo verið viðvarandi eftir það. Hann hafi ekki getað slakað á og að hótanirnar séu fleiri en þær sem hann var dæmdur fyrir. Fram kom í fréttum í síðustu viku að Sigríður væri ekki meðvituð um að hótanir hans hafi haldið áfram. Helgi Magnús segir þær samt staðreynd. Hann hafi bara ekki talað um það í vinnuna. Sjá einnig: Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Þá ítrekaði hún á dögunum að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Helgi segir áframhaldandi samstarf hans og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara ekki verða vandamál fyrir hann. Hann hafi átt von á því að heyra í henni og hittast en hann bíði eftir því að hún hafi samband. „Hún er auðvitað yfirmaðurinn og ef við veltum fyrir okkur áframhaldandi samstarfi okkar þá er það hún sem yfirmaður sem verður að finna leið til að láta það ganga,“ segir Helgi Magnús og að það verði athyglisvert að snúa aftur til vinnu. Ríkissaksóknari hafi sjálf kastað rýrð á embættið Hvað varðar ummæli Helga Magnúsar og mælikvarðann á það hvað kastar rýrð á embættið eða hann sjálfan segist hann ekki vita almennilega hvar sá mælikvarði er staðsettur eða hjá hverjum. „Er það bara í kollinum á einhverjum sem þykist hafa sérlega góðan siðferðilegan mælikvarða um það hvað er tjáningarfrelsi og hvað megi segja. Tjáningarfrelsið er þannig að rúmast alveg innan þess að mönnum geti mislíkað það sem ég segi. Annars væri það einskis virði,“ segir Helgi Magnús og spyr hvar við værum ef það væru allir sammála. Þá segir Helgi Magnús að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af trausti til ákæruvaldsins eða meðferð embættisins þá eigi fólk að velta fyrir sér stuðningi almennings til hans og spyr hvort að meðferð ríkissaksóknarar hafi aukið traust og trúverðugleika til embættis ákæruvald. Það séu 6.200 undirskriftir gegn því og að mörgum misbjóði þessi meðferð. „Ég hef ekki mikið séð fjallað um að fólki hafi misboðið það sem ég sagði eða að það telji að ég hafi tapað trausti vegna þess sem ég sagði síðast,“ segir Helgi. Hvað varðar áminninguna sem hann fékk og ummæli hans 2022 ætli hann að fá áminninguna ómerkta. Hefur áhyggjur af tjáningarfrelsinu Helgi Magnús segist hafa miklar áhyggjur af tjáningarfrelsinu. Það sé verið að þrengja að því með því að fella ýmsa orðræðu undir hatursorðræðu. Þá segir hann það „útópískt rugl“ að setja á stofnun þar sem á að „kenna fólki hvernig það á að tala og hvað það megi segja.“ Helgi Magnús segir þjóðina ekki kæra sig um þetta. „Þau kæra sig ekki um að mælikvarðar einhverra aktivista sem eru hrópandi og gargandi í nafni einhvers málstaðar sem getur verið góður eða slæmur, og framkoma þeirra góð eða slæm. Fólki finnst almennt ekki að þetta fólk eigi að stjórna umræðunni og hvernig við þróumst varðandi tjáningarfrelsið. Að sama skapi þorir það ekki að tjá sig. Venjulegt fólk kærir sig ekki um að vera úthrópað sem rasistar ef það tjáir sig um ákveðið mál, eða hatarar samkynhneigðra ef það segir eitthvað, eða kvenhatarar ef það segir eitthvað. Það er eiginlega þannig að flestir hópar eru komnir með slagorð sem þau grípa á lofti ef einhver segir eitthvað sem þau eru ósammála. Þannig á öll umræða að stoppa og fólk sem að við, í mörgum tilvikum berum ekkert sérstaklega mikla virðingu fyrir, litlir hópar af fólki sem er hávært,“ segir Helgi Magnús og fullyrðir að „þessir hópar“ hafi ekki mikinn stuðning meðal almennings. Fréttastofa beindi skriflegri fyrirspurn til Sigríðar ríkissaksóknara um næstu skref embættisins í málinu. Hún segir í svari sínu ekki unnt að upplýsa um það á þessu stigi. Viðtalið við Helga Magnús er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tjáningarfrelsi Bítið Tengdar fréttir Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58 Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. 29. júlí 2024 22:09 Mest lesið Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Innlent „Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Kennarar greiða atkvæði um verkfall Innlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira
Hann er spenntur að snúa aftur til starfa en hefur ekki heyrt í ríkissaksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur, frá því að tilkynnt var um ákvörðun ráðherra. Þá segist hann ætla að fá áminningu sem ríkissaksóknari veitti honum 2022 ómerkta. Þetta, og annað, er það sem kom fram í viðtali við Helga Magnús í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ákvörðun dómsmálaráðherra var birt í gær en þar kom fram að dómsmálaráðherra teldi sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Það er í umræðu um mann sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Ummælin væru samt sem áður til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins en að hann yrði ekki leystur frá störfum vegna þeirra. „Það fóru þrjár vikur af sumarfríinu í þessa „vitleysu“,“ segir Helgi Magnús og afsakar orðbragðið. Helgi Magnús segir þetta hafa verið erfitt og fyrir fjölskylduna líka. Krakkarnir hafi skemmt sér yfir því að lesa athugasemdir um hann og að hann, og fjölskyldan hans, hafi fundið fyrir miklum stuðningin. Það hafi rúmlega sex þúsund skrifað undir undirskriftalista og svo hafi hundruð einstaklinga sem hann þekkir ekki sent honum skilaboð á Facebook Messenger og hvatt hann áfram. Jafnvel fólk sem hann hefur ákært og sakfellt. „Það er alveg sama hvar er borið niður. Það er einn og einn sem er á öðru máli en ég veit ekki, yfir 90 prósent þeirra sem tjáir sig stendur með mér,“ segir Helgi Magnús. Hann segir þetta hafa verið lærdómsríkt og hvetur aðra stjórnendur til að læra af þessu og hvaða áhrif svona getur haft á undirmenn sína. Fólk vilji embættismann eins og hann „Í þessu tilviki, mig. En svo líka þetta, ég hef lært nýja hluti um fólkið mitt og þjóðina okkar. Það er mikið til af góðu fólki,“ segir Helgi og að hann hafi aldrei upplifað neitt slíkt áður. Hann segir að annað sem hefur glatt sig í þessu er að fólk hefur sagt honum að það vilji „svona embættismann“. Mann sem standi í lappirnar og sé ekki á flótta undir þrýstingi eða hræðslu. Í ákvörðun dómsmálaráðherra kom fram að ummæli hans hafi verið óviðeigandi og til þess að falla rýrð á embætti saksóknara. Helgi Magnús segist ekki hafa verið ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra. „Það er tjáningarfrelsi og hún má hafa þá skoðun sem hún vill. Ef hún taldi þetta vera svona alvarlegt eins og hún er að lýsa hefði hún átt að leysa mig frá störfum. Við skulum hafa það á hreinu,“ segir Helgi og að honum hafi ekki þótt dómsmálaráðherra standa með tjáningarfrelsinu. Helgi Magnús segir að eftir að hann fékk áminningu fyrir tveimur árum hafi hann „hagað sér helvíti vel“ og hafi tekið tillit til þess. „Ég áttaði mig á því að hef kannski verið of hastur í máli. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að ég er ekki fullkominn,“ segir Helgi Magnús. Þá segir hann að hann hefði mögulega ekki átt að vera svona harðorður í viðtali við blaðamann á vef Vísis í júlí á þessu ári þegar dómar féll yfir Kourani fyrir hótanir í garð hans og fjölskyldu hans í þrjú ár. Þar sagði Helgi Magnús: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það.“ Ekki meðvituð um fleiri hótanir Helgi Magnús segir að hótanir Kourani hafi hafist í janúar 2021 og svo verið viðvarandi eftir það. Hann hafi ekki getað slakað á og að hótanirnar séu fleiri en þær sem hann var dæmdur fyrir. Fram kom í fréttum í síðustu viku að Sigríður væri ekki meðvituð um að hótanir hans hafi haldið áfram. Helgi Magnús segir þær samt staðreynd. Hann hafi bara ekki talað um það í vinnuna. Sjá einnig: Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Þá ítrekaði hún á dögunum að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Helgi segir áframhaldandi samstarf hans og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara ekki verða vandamál fyrir hann. Hann hafi átt von á því að heyra í henni og hittast en hann bíði eftir því að hún hafi samband. „Hún er auðvitað yfirmaðurinn og ef við veltum fyrir okkur áframhaldandi samstarfi okkar þá er það hún sem yfirmaður sem verður að finna leið til að láta það ganga,“ segir Helgi Magnús og að það verði athyglisvert að snúa aftur til vinnu. Ríkissaksóknari hafi sjálf kastað rýrð á embættið Hvað varðar ummæli Helga Magnúsar og mælikvarðann á það hvað kastar rýrð á embættið eða hann sjálfan segist hann ekki vita almennilega hvar sá mælikvarði er staðsettur eða hjá hverjum. „Er það bara í kollinum á einhverjum sem þykist hafa sérlega góðan siðferðilegan mælikvarða um það hvað er tjáningarfrelsi og hvað megi segja. Tjáningarfrelsið er þannig að rúmast alveg innan þess að mönnum geti mislíkað það sem ég segi. Annars væri það einskis virði,“ segir Helgi Magnús og spyr hvar við værum ef það væru allir sammála. Þá segir Helgi Magnús að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af trausti til ákæruvaldsins eða meðferð embættisins þá eigi fólk að velta fyrir sér stuðningi almennings til hans og spyr hvort að meðferð ríkissaksóknarar hafi aukið traust og trúverðugleika til embættis ákæruvald. Það séu 6.200 undirskriftir gegn því og að mörgum misbjóði þessi meðferð. „Ég hef ekki mikið séð fjallað um að fólki hafi misboðið það sem ég sagði eða að það telji að ég hafi tapað trausti vegna þess sem ég sagði síðast,“ segir Helgi. Hvað varðar áminninguna sem hann fékk og ummæli hans 2022 ætli hann að fá áminninguna ómerkta. Hefur áhyggjur af tjáningarfrelsinu Helgi Magnús segist hafa miklar áhyggjur af tjáningarfrelsinu. Það sé verið að þrengja að því með því að fella ýmsa orðræðu undir hatursorðræðu. Þá segir hann það „útópískt rugl“ að setja á stofnun þar sem á að „kenna fólki hvernig það á að tala og hvað það megi segja.“ Helgi Magnús segir þjóðina ekki kæra sig um þetta. „Þau kæra sig ekki um að mælikvarðar einhverra aktivista sem eru hrópandi og gargandi í nafni einhvers málstaðar sem getur verið góður eða slæmur, og framkoma þeirra góð eða slæm. Fólki finnst almennt ekki að þetta fólk eigi að stjórna umræðunni og hvernig við þróumst varðandi tjáningarfrelsið. Að sama skapi þorir það ekki að tjá sig. Venjulegt fólk kærir sig ekki um að vera úthrópað sem rasistar ef það tjáir sig um ákveðið mál, eða hatarar samkynhneigðra ef það segir eitthvað, eða kvenhatarar ef það segir eitthvað. Það er eiginlega þannig að flestir hópar eru komnir með slagorð sem þau grípa á lofti ef einhver segir eitthvað sem þau eru ósammála. Þannig á öll umræða að stoppa og fólk sem að við, í mörgum tilvikum berum ekkert sérstaklega mikla virðingu fyrir, litlir hópar af fólki sem er hávært,“ segir Helgi Magnús og fullyrðir að „þessir hópar“ hafi ekki mikinn stuðning meðal almennings. Fréttastofa beindi skriflegri fyrirspurn til Sigríðar ríkissaksóknara um næstu skref embættisins í málinu. Hún segir í svari sínu ekki unnt að upplýsa um það á þessu stigi. Viðtalið við Helga Magnús er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tjáningarfrelsi Bítið Tengdar fréttir Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58 Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. 29. júlí 2024 22:09 Mest lesið Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Innlent „Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Kennarar greiða atkvæði um verkfall Innlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08
Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58
Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. 29. júlí 2024 22:09