Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Valur 95-81 | Sigur gegn meisturunum í fyrsta leik Körfubolti Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Fótbolti „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Enski boltinn Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Sport Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana Körfubolti Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Fótbolti Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Fótbolti Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Enski boltinn Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Fleiri fréttir Lukaku allt í öllu í sigri Napoli á nýliðunum KR sækir tvo frá Fjölni Sveindís Jane og Sædís Rún á skotskónum Guðrún sænskur meistari eftir sigur í Íslendingaslag Pogba má spila á nýjan leik í mars 2025 Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Heimir með O'Shea í að lokka Delap Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Samherji Stefáns Teits í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Júlíus bætist við landsliðshópinn Verður áhorfendametið slegið á morgun? Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Diarra fagnar: Reglur FIFA stangast á við lög ESB Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Ten Hag útskýrir af hverju hann tók Rashford út af í hálfleik Morata í stríði við bæjarstjóra sem er stuðningsmaður Inter Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Eigandi Nottingham Forest ákærður af enska knattspyrnusambandinu „Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea „Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Valur 95-81 | Sigur gegn meisturunum í fyrsta leik Körfubolti Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Fótbolti „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Enski boltinn Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Sport Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana Körfubolti Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Fótbolti Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Fótbolti Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Enski boltinn Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Enski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Fleiri fréttir Lukaku allt í öllu í sigri Napoli á nýliðunum KR sækir tvo frá Fjölni Sveindís Jane og Sædís Rún á skotskónum Guðrún sænskur meistari eftir sigur í Íslendingaslag Pogba má spila á nýjan leik í mars 2025 Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Heimir með O'Shea í að lokka Delap Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Samherji Stefáns Teits í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Júlíus bætist við landsliðshópinn Verður áhorfendametið slegið á morgun? Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Diarra fagnar: Reglur FIFA stangast á við lög ESB Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Ten Hag útskýrir af hverju hann tók Rashford út af í hálfleik Morata í stríði við bæjarstjóra sem er stuðningsmaður Inter Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Eigandi Nottingham Forest ákærður af enska knattspyrnusambandinu „Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea „Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31