Þjóðverjar herða tökin á landamærum Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 17:00 Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi. Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi.
Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira