Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 14:36 James „Whitey“ Bulger er lengst til vinstri, Fotios Geas er í miðjunni og Anna Björnsdóttir til hægri Getty/AP Bandaríski glæpamaðurinn Fotios „Freddy“ Geas hefur hlotið 25 ára fangelsisdóm fyrir að verða hinum alræmda James „Whitey“ Bulger að bana í fangelsi árið 2018. Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara. Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara.
Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29