Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Erla Hlynsdóttir skrifar 10. október 2011 18:29 Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39
Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04