Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Erla Hlynsdóttir skrifar 10. október 2011 18:29 Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39
Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04