Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 07:01 Emma Hayes fagnar hér Ólympíugullinu með leikmönnum sinum Mallory Swanson, Alyssu Naeher, Lindsey Horan, Naomi Girma, Trinity Rodman og Sophiu Smith. Getty/Brad Smith Hver verður fyrsta konan til að taka við karlaliði í enska fótboltanum? Það gæti verið langt í það að við fáum svar við þeirri spurningu ef marka má einn besta kvenþjálfara heims. Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024
Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira