Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. september 2024 07:05 Íbúar í áfalli eftir árásirnar á Lviv í nótt. Getty/Global Images Ukraine/Mykola Tys Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. Borgarstjóri Lviv segir að Rússar hafi látið til skarar skríða með drónum og ofurhljóðfráum flugskeytum. Á meðal hinna látnu er 14 ára gömul stúlka, ungabarn og kona sem var við störf sem ljósmóðir á spítala þegar sprengjurnar féllu. Úkraínumenn eru enn í sárum eftir árásir gærdagsins, þegar ráðist var á herskóla í miðhluta landsins þar sem að minnsta kosti 50 létu lífið. Þá bárust einnig í morgun fregnir af árásum á höfuðborgina Kænugarð auk þess sem fimm eru særðir eftir að sprengjur féllu á íbúðarblokk í borginni Kryvyi Rih. Ruslan Stefanchuk, forseti úkraínska þingsins, greindi frá því í morgun að utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefði sagt af sér. Svo virðist sem mikil endurstokkun sé í uppsiglingu innan ríkisstjórnarinnar en fleiri ráðherra hafa sagt af sér að undanförnu. Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi í gærkvöldi að breytingarnar yrðu til þess að styrkja ríkisstjórnina. Úkraínumenn þyrftu að fara sterkir inn í haustið og það kallaði á mannabreytingar. Fregnir herma að allt að helmingi ráðherra verði skipt út en að þeir gætu fengið ný hlutverk í endurnýjaðri stjórn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Borgarstjóri Lviv segir að Rússar hafi látið til skarar skríða með drónum og ofurhljóðfráum flugskeytum. Á meðal hinna látnu er 14 ára gömul stúlka, ungabarn og kona sem var við störf sem ljósmóðir á spítala þegar sprengjurnar féllu. Úkraínumenn eru enn í sárum eftir árásir gærdagsins, þegar ráðist var á herskóla í miðhluta landsins þar sem að minnsta kosti 50 létu lífið. Þá bárust einnig í morgun fregnir af árásum á höfuðborgina Kænugarð auk þess sem fimm eru særðir eftir að sprengjur féllu á íbúðarblokk í borginni Kryvyi Rih. Ruslan Stefanchuk, forseti úkraínska þingsins, greindi frá því í morgun að utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefði sagt af sér. Svo virðist sem mikil endurstokkun sé í uppsiglingu innan ríkisstjórnarinnar en fleiri ráðherra hafa sagt af sér að undanförnu. Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi í gærkvöldi að breytingarnar yrðu til þess að styrkja ríkisstjórnina. Úkraínumenn þyrftu að fara sterkir inn í haustið og það kallaði á mannabreytingar. Fregnir herma að allt að helmingi ráðherra verði skipt út en að þeir gætu fengið ný hlutverk í endurnýjaðri stjórn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira