Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 3. september 2024 21:06 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira