Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2024 14:06 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur mikla trú á að samfélagslögregla geti gert gæfumuninn í átaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal barna og ungmenna. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“ Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira