„Munum eiga góða möguleika á að lyfta bikar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 22:01 Erik Ten Hag á hliðarlínunni í dag en í forgrunni má sjá Arne Slot knattspyrnustjóra Liverpool. Vísir/Getty Erik Ten Hag segir að Manchester United segist ekki vera Harry Potter og geti töfrað fram úrslit. Hann segir að uppbygging nýs liðs hjá Manchester United sé enn í gangi. Manchester Untied tapaði illa á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni þegar erkifjendurnir í Liverpool voru í heimsókn. Liverpool vann 3-0 sigur sem var síst of stór. Fyrir leik var Manuel Ugarte, nýjasti leikmaður United, kynntur fyrir stuðningsmönnum en hann var keyhptur frá PSG fyrir 50,5 milljónir punda á dögunum. Alls voru sex leikmenn sem Ten Hag hefur keypt í byrjunarliði United í dag en hann sagðist þó ekki geta töfrað fram úrslit í leikjum liðsins. „Ég er ekki eins og Harry Potter, þú verður að átta þig á því. Þrír leikmenn voru að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á timabilinu, Manuel Ugarte spilaði ekki í eina mínútu því hann þarf að byggja upp leikform. Síðan þurfum við að koma honum inn í liðið. Ég er viss um að hann mun skila sínu til liðsins. Það mun taka tvær vikur, jafnvel mánuð. Það er sama staðan hjá mörgum leikmönnum,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC. Ten Hag virtist frekar pirraður í viðtölum eftir leikinn og sagðist hafa aðra sýn en blaðamaður sem vildi meina að lið United væri að gera sömu mistökin og fyrir tveimur árum síðan. „Þá værum við ekki að vinna bikara og stærri liðin. Ég vil ekki tala um það jákvæða í dag. Þessi ósigur særir okkur og okkar aðdáendur.“ „Þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu. Ég þarf að útskýra þetta svo oft, við erum að byggja nýtt lið. Við verðum góðir en það er augljóst að við þurfum að bæta okkur. Ég er sannfærður um að í lok tímabilsins munum við eiga góða möguleika á að lyfta bikar.“ Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Man. City | Ná Haaland og félagar sér aftur á strik? Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Manchester Untied tapaði illa á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni þegar erkifjendurnir í Liverpool voru í heimsókn. Liverpool vann 3-0 sigur sem var síst of stór. Fyrir leik var Manuel Ugarte, nýjasti leikmaður United, kynntur fyrir stuðningsmönnum en hann var keyhptur frá PSG fyrir 50,5 milljónir punda á dögunum. Alls voru sex leikmenn sem Ten Hag hefur keypt í byrjunarliði United í dag en hann sagðist þó ekki geta töfrað fram úrslit í leikjum liðsins. „Ég er ekki eins og Harry Potter, þú verður að átta þig á því. Þrír leikmenn voru að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á timabilinu, Manuel Ugarte spilaði ekki í eina mínútu því hann þarf að byggja upp leikform. Síðan þurfum við að koma honum inn í liðið. Ég er viss um að hann mun skila sínu til liðsins. Það mun taka tvær vikur, jafnvel mánuð. Það er sama staðan hjá mörgum leikmönnum,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC. Ten Hag virtist frekar pirraður í viðtölum eftir leikinn og sagðist hafa aðra sýn en blaðamaður sem vildi meina að lið United væri að gera sömu mistökin og fyrir tveimur árum síðan. „Þá værum við ekki að vinna bikara og stærri liðin. Ég vil ekki tala um það jákvæða í dag. Þessi ósigur særir okkur og okkar aðdáendur.“ „Þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu. Ég þarf að útskýra þetta svo oft, við erum að byggja nýtt lið. Við verðum góðir en það er augljóst að við þurfum að bæta okkur. Ég er sannfærður um að í lok tímabilsins munum við eiga góða möguleika á að lyfta bikar.“
Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Man. City | Ná Haaland og félagar sér aftur á strik? Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira