Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 20:03 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira