Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 20:03 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Sjá meira
Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Sjá meira