Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 23:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi verkefnum. Vísir/Diego Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Sjá meira
Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Sjá meira