Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 12:34 Frá Sauðárkróki þar sem finna má skrifstofur Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Aðsend/Lára Halla Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins. Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins.
Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira