Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 11:18 Aðdáendur Swift hafa lært að bogna en ekki brotna í mótlæti og söfnuðust saman í Vínarborg og sungu og skemmtu sér. Getty/Thomas Kronsteiner Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017. Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017.
Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira