Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Lovísa Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:10 Tilkynnt var um veikindi í Hrafntinnuskeri í gær. Mynd/Ferðafélag Íslands Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12
Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45