„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. ágúst 2024 22:16 Árni Snær gefur skipanir til sinna manna. Vísir/Diego Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira