„Lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að sætta sig við tap á móti toppliði deildarinnar. Vísir/Anton Brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fór tómhentur heim af Kaplakrikavelli í dag. FH mætti meistaraliði Vals og sigruðu gestirnir leikinn örugglega 4-2. „Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira